Enski boltinn

Solskjær eftir tapið gegn Liverpool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Mike Phelan á hliðarlínunni í dag.
Ole Gunnar Solskjær og Mike Phelan á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty

Ole Gunnar Solskjær var eðlilega ekkert alltof kátur er hann mætti í viðtal til Sky Sports eftir tapið gegn Liverpool fyrr í dag. Um leik dagsins

„Við erum aldrei ánægðir með að tapa leik og leikmenn gáfu allt í þetta. Við héngum á bláþræði í upphafi síðari hálfleiks en síðustu 25-30 mínúturnar settum við pressu á þá og ýttum þeim aftar. Ég er ósáttur með að fá á mig mark eftir hornspyrnu og úr síðustu spyrnu leiksins. En það eru samt margir jákvæðir punktar.“„Við vorum ekki með nægileg gæði í færanýtingu okkar né þegar kom að síðustu sendingunni. Fred var frábær í dag sem og David De Gea. Við sem lið unnum sem ein eining.“Um frammistöðu David De Gea

„Mér fannst David De Gea frábær milli stanganna í dag. Hann bjargaði okkur í upphafi síðari hálfleiks og hélt okkur inn í leiknum.“Um meiðsli Marcus Rashford

„Hann er að glíma við slæm meiðsli. Þetta eru álagsmeiðsli í baki og tvöföld sprunga í hryggjarlið. Þetta er ekki eitthvað sem hefur gerst áður.“„Við reiknum með að hann verði frá í sex vikur en ég er ekki læknir og eftir sex vikurnar þarf hann eflaust að fara í gegnum endurhæfingu.“Um möguleg kaup á framherja

„Við höfum lent í mörgum slæmum meiðslum á leiktíðinni. Félagaskiptaglugginn er opinn og við gætum mögulega leitað að skammtíma samning til að leysa vandræði okkar fram á sumar.“Hér að neðan má sjá Ole ræða um brot Virgil Van Dijk á David De Gea í aðdragana marks Roberto Firmino, sem var dæmt af, ásamt muninum á Liverpool og Manchester United.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.