Enski boltinn

Solskjær eftir tapið gegn Liverpool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Mike Phelan á hliðarlínunni í dag.
Ole Gunnar Solskjær og Mike Phelan á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty

Ole Gunnar Solskjær var eðlilega ekkert alltof kátur er hann mætti í viðtal til Sky Sports eftir tapið gegn Liverpool fyrr í dag. 

Um leik dagsins
„Við erum aldrei ánægðir með að tapa leik og leikmenn gáfu allt í þetta. Við héngum á bláþræði í upphafi síðari hálfleiks en síðustu 25-30 mínúturnar settum við pressu á þá og ýttum þeim aftar. Ég er ósáttur með að fá á mig mark eftir hornspyrnu og úr síðustu spyrnu leiksins. En það eru samt margir jákvæðir punktar.“

„Við vorum ekki með nægileg gæði í færanýtingu okkar né þegar kom að síðustu sendingunni. Fred var frábær í dag sem og David De Gea. Við sem lið unnum sem ein eining.“

Um frammistöðu David De Gea
„Mér fannst David De Gea frábær milli stanganna í dag. Hann bjargaði okkur í upphafi síðari hálfleiks og hélt okkur inn í leiknum.“

Um meiðsli Marcus Rashford
„Hann er að glíma við slæm meiðsli. Þetta eru álagsmeiðsli í baki og tvöföld sprunga í hryggjarlið. Þetta er ekki eitthvað sem hefur gerst áður.“

„Við reiknum með að hann verði frá í sex vikur en ég er ekki læknir og eftir sex vikurnar þarf hann eflaust að fara í gegnum endurhæfingu.“

Um möguleg kaup á framherja
„Við höfum lent í mörgum slæmum meiðslum á leiktíðinni. Félagaskiptaglugginn er opinn og við gætum mögulega leitað að skammtíma samning til að leysa vandræði okkar fram á sumar.“

Hér að neðan má sjá Ole ræða um brot Virgil Van Dijk á David De Gea í aðdragana marks Roberto Firmino, sem var dæmt af, ásamt muninum á Liverpool og Manchester United.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.