Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 19:45 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira