Sport

Eigandi Patriots biður fyrir því að Brady spili áfram með liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Patriots vilja ekki missa Brady.
Stuðningsmenn Patriots vilja ekki missa Brady. vísir/getty

Robert Kraft, eigandi New England Patriots, veit ekki hvað leikstjórnandinn hans, Tom Brady, gerir á næstunni en hann er að verða samningslaus í fyrsta skipti á ferlinum.

Brady sagði eftir tapið gegn Tennesse Titans um nýliðna helgi að það væri ólíklegt að hann myndi leggja skóna á hilluna. Því er spurningin hvort hann haldi áfram með Patriots eða reyni fyrir sér annars staðar.

„Von mín og trú er sú að hann spili áfram með okkur. Það er fyrsti valkostur en annar valkostur er að hann leggi skóna á hilluna,“ sagði Kraft sem vill eðlilega ekki sjá gulldrenginn sinn spila með öðru liði.

„Hann ræður því algjörlega sjálfur hvað hann gerir næst. Tom er sérstakur og hefur unnið sér inn þann rétt að taka þá ákvörðun sem hann telur vera besta fyrir sig. Ég bið fyrir því að við séum inn í þeim plönum.“

Brady er orðinn 42 ára gamall og í fyrsta sinn á ferlinum sást í vetur að aldurinn er farinn að bíta hann í hælana. Hann hefur lengi stefnt að því að spila til svona 45 ára aldurs.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×