Sport

Meistararnir úr leik | Brady segir ó­lík­legt að hann hætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brady eftir tapið í nótt.
Brady eftir tapið í nótt. vísir/getty

Ríkjandi meistarar í NFL, New England Patriots, eru úr leik þetta tímabilið eftir að liðið tapaði fyrir Tennessee Titans, 20-13, í leik á svokallaðari „Wild Card-helgi.“

Fyrsta helgin er kölluð „Wild Card-helgin“ en þá spila átta lið en fjögur bestu lið deildarinnar í vetur fá að hvíla.

Derrick Henry skoraði snertimarkið sem tryggði Tennessee sigurinn er níu sekúndur voru eftir eftir að meistararnir höfðu kastað frá sér boltanum.







Tom Brady, einn magnaðasti íþróttamaður í sögu NFL, er að renna út af samningi hjá New England en þessi 42 ára leikmaður segir ólíklegt að hann hætti.

„Ég veit ekki hvað gerist. Ég þarf ekki að taka ákvörðun núna,“ sagði Brady sem hefur sex sinnum unnið Super Bowl og hefur hann aðeins spilað með Patriots á sínum 20 ára NFL-ferli.

„Ég elska að spila fótbolta og ég hef elskað að spila fyrir þetta lið síðustu tvo áratugi og vinna alla þessa leiki.“







Í hinum leik gærkvöldsins vann Houston Texans 22-19 sigur á Buffalo Bills. Texans var sextán stigum undir og komst yfir áður en Stephen Hauschka jafnaði metin á síðustu sekúndunni.

Að endingu höfðu þá Texans betur og eru komnir áfram í næstu umferð rétt eins og Tennessee Titans.

Tveir leikir eru á dagskrá í dag. New Orleans Saints og Minnesota Vikings eigast við klukkan 17.55 og Philadelphia Eagles og Seattle Seahawks klukkan 21.20. Báðir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×