Lífið

Joe Rogan fór yfir upphafsræðu Ricky Gervais á Golden Globe

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Rogan var hrifinn.
Joe Rogan var hrifinn.

Fjölmiðlamaðurinn Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims en það gengur undir nafninu Joe Rogan Experience en í gær fór hann ítarlega yfir upphafsræðu Ricky Gervais á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór á sunnudagskvöldið í Los Angeles.

Rogan var vægast sagt hrifinn af ræðunni og talar um að Gervais hafi hitt naglann á höfuðið í umdeildum bröndurum sem beindust að Apple, stjörnunum í salnum, James Corden, Judi Dench og margt fleira.

Hér að neðan má sjá yfirferð Joe Rogan um upphafsatriðið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.