Lífið

Tónleikum Khalid frestað fram á næsta sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Khalid á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í janúar síðastliðinn.
Khalid á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í janúar síðastliðinn. Getty

Tónleikar bandaríska tónlistarmannsins Khalid sem áttu að fara fram 25. ágúst í Laugardalshöll hafa verið færðir til 14. júlí 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live, en ákvörðunina má rekja til útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í tilkynningunni segir að allir miðahafar hafi verið látnir vita og ef nýja dagsetningin hentar ekki bjóðist þeim að hafa samband við Tix til að fá endurgreiðslu.

Khalid er í hópi vinsælustu tónlistarmanna heims þessi misserin og var nýlega titlaður einn áhrifamesti einstaklingur heims af Time 2019.

Hann sló fyrst í gegn með laginu Location árið 2016 og gaf út sína fyrstu plötu, American Teen, árið 2017 sem innihélt Location auk Young Dumb & Broke, sem einnig sló rækilega í gegn.

Hann hefur náð fjölda laga inn á vinsældarlista um allan heim og hlotið fimm Grammy tilnefningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.