Sport

Íþróttir með snertingu leyfðar á ný

Sindri Sverrisson skrifar
Líkamleg snerting er óhjákvæmilegur hluti af því að spila fótbolta.
Líkamleg snerting er óhjákvæmilegur hluti af því að spila fótbolta. vísir/bára

Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn.

Þetta var formlega staðfest í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra varðandi smitvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins sem birt var í dag.

Þar með geta æfingar og keppni hafist að nýju á föstudag án þess að taka þurfi tillit til reglu um tveggja metra fjarlægðarmörk. Regluna ber þó að virða eins og hægt er utan æfinga og keppni.

Í auglýsingunni segir: 

Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. 

Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna.

Áfram gildir sú regla að að hámarki geti 100 manns safnast saman á sama stað. KSÍ hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sín aðildarfélög um framkvæmd leikja og eins og fram hefur komið verða áhorfendur ekki leyfðir á knattspyrnuleikjum fyrr en stjórnvöld rýmka reglur enn frekar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×