Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2020 13:52 Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. Ekki sé hægt að lýsa aðferðum Samherja á annan hátt sem sem „lágkúru“ þar sem vegið sé að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þetta kemur fram ályktun Blaðamannafélagsins sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins í dag. Tilefni ályktunarinnar er myndband útgerðarfélagsins á YouTube sem birt var í gær – Skýrslan sem aldrei var gerð. Er Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið þar sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Í ályktun BÍ segir að aðferðir Samherja séu ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegni í íslensku atvinnulífi – hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Sætti sig við gagnrýna umræðu Ennfremur segir að líkt og eigi við um önnur stórfyrirtæki þurfi Samherji að sætta sig við gagnrýna umræðu að það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða almenning miklu. „Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings.“ Að neðan má sjá ályktunina í heild sinni. Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir furðu sinni á tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegnir í íslensku atvinnulífi, hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Það er einmitt það hlutverk sem gerir ítarlega og gagnrýna umfjöllun um starfsemi þess algerlega nauðsynlega. Fyrirtækið ætti að fagna allri umfjöllun um starfsemi sína og þeim tækifærum sem það gefur til að útskýra þau sjónarmið sem liggja starfseminni til grundvallar, en ekki að bregðast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lágkúru, þar sem vegið er að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Samherji, eins og önnur stórfyrirtæki, eða aðrir sem fara með mikilvægt samfélagsvald, þurfa að sætta sig við gagnrýna umræðu og það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða allan almenning miklu. Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings. Það er ekki nýtt að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki kveinki sér undan umfjöllun íslenskra fjölmiðla og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veitir í lýðræðissamfélagi nútímans. Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu. Stjórn BÍ hvetur alla blaðamenn til að standa þétt saman um grundvallargildi faglegrar fjölmiðlunar og hvika hvergi í þeim efnum. Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. Ekki sé hægt að lýsa aðferðum Samherja á annan hátt sem sem „lágkúru“ þar sem vegið sé að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þetta kemur fram ályktun Blaðamannafélagsins sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins í dag. Tilefni ályktunarinnar er myndband útgerðarfélagsins á YouTube sem birt var í gær – Skýrslan sem aldrei var gerð. Er Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið þar sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Í ályktun BÍ segir að aðferðir Samherja séu ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegni í íslensku atvinnulífi – hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Sætti sig við gagnrýna umræðu Ennfremur segir að líkt og eigi við um önnur stórfyrirtæki þurfi Samherji að sætta sig við gagnrýna umræðu að það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða almenning miklu. „Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings.“ Að neðan má sjá ályktunina í heild sinni. Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir furðu sinni á tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegnir í íslensku atvinnulífi, hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Það er einmitt það hlutverk sem gerir ítarlega og gagnrýna umfjöllun um starfsemi þess algerlega nauðsynlega. Fyrirtækið ætti að fagna allri umfjöllun um starfsemi sína og þeim tækifærum sem það gefur til að útskýra þau sjónarmið sem liggja starfseminni til grundvallar, en ekki að bregðast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lágkúru, þar sem vegið er að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Samherji, eins og önnur stórfyrirtæki, eða aðrir sem fara með mikilvægt samfélagsvald, þurfa að sætta sig við gagnrýna umræðu og það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða allan almenning miklu. Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings. Það er ekki nýtt að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki kveinki sér undan umfjöllun íslenskra fjölmiðla og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veitir í lýðræðissamfélagi nútímans. Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu. Stjórn BÍ hvetur alla blaðamenn til að standa þétt saman um grundvallargildi faglegrar fjölmiðlunar og hvika hvergi í þeim efnum.
Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira