Innlent

Telur líklegt að veiran komi frá Austur-Evrópu

Birgir Olgeirsson skrifar

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi.

Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins.

Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland.

„Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári.

Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum.

„Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“

Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki.

„Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×