Telur líklegt að veiran komi frá Austur-Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2020 18:30 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira