Of snemmt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:07 Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísir/Arnar Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira