Innlent

Umferð um Hringveginn jókst milli mánaða

Andri Eysteinsson skrifar
Íslendingar tóku við sér í akstri í mánuðinum.
Íslendingar tóku við sér í akstri í mánuðinum. Vísir/Vilhelm

Umferð um Hringveginn jókst um 13% milli júní og júlí en þrátt fyrir þá aukningu var umferðin 3,4% minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem birt voru á vef Vegagerðarinnar í dag.

Þar kemur fram að umferð hafi dregist saman á öllum landsvæðum milli ára en mestur samdráttur var á Austurlandi eða 8,3%. Umferð dróst minnst saman í kringum höfuðborgarsvæðið eða 0,9%. Þá segir að umferðin hafi verið á pari við sama tíma árið 2017.

Umferð hefur dregist saman um 12,1% frá áramótum miðað við sama tímabil árið 2019. Um er að ræða lang mesta samdrátt í umferð sem sést hefur.

Mesti samdráttur í júlí var um Mývatnsheiði eða 26,3% og var það einungis á einum mælistað þar sem umferð dróst ekki saman miðað við júlí 2019 og var það um Hellisheiði. Umferð um heiðina jókst þó ekki mikið, eingöngu 0,4%.

Talið er að umferðaraukningu milli júní og júlí megi skýra með auknum sumarfrís-akstri landsmanna í bland við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi.

Búist er við því að umferð aukist ekki í neinum mánuði það sem eftir er ársins samanborið við 2019. Umferð gæti því dregist saman um 10%. Gangi það eftir yrði það lang mesti samdráttur sem mælst hefur, tvöfalt meiri en áður hefur mælst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.