Lífið

Sjáðu Apple úrið losa sig við vatn ofurhægt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gavin Free leikur á als oddi í myndbandinu.
Gavin Free leikur á als oddi í myndbandinu.

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys. 

Meðal annars hafa þeir komið til Íslands og tekið upp náttúruna hér á landi. Þeir birtu myndband á dögunum þar sem þeir taka fyrir vinsælu Apple úrin.

Úrin eru með þær stillingar að hægt sé að vatnshreinsa þau með aðeins einum takka, svo að rakaskemmdir hafi ekki áhrif á úrin sem eru vissulega vatnsheld.

Gavin Free sá um aðalhlutverkið í myndbandinu og tók hann upp á því að stinga sér ofan í baðkar fullt af vatni. Því næst setti hann úrið á borð og stillti símann til að losa sig við vatn. Því næst mátti sjá vatnið dælast út úr úrinu ofurhægt eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.