Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá áformum sóttvarnaryfirvalda um að herða á ný reglur um samkomur, heimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili og jafnvel hertari reglur um flæði fólks til landsins vegna aukins fjölda fólks sem hefur greinst smitað af kórónuveirunni undanfarna daga.

 Við ræðum við Landlækni og Kára Stefánsson ásamt sérfræðingi á Landsspítala og forstjóra stærstu hjúkrunarheimila landsins. - Við heyrum í bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum sem hefur óskað eftir skýringum dómsmálaráðherra á því að lausn átaka innan lögreglunnar á Suðurnesjum gæti falist í því að Ólafur Helgi Kjartansson hafi vistaskipti og komi til Vestmannaeyja. 

Við skoðum einnig nýjan veg á Demantshringnum sem spáð er að verði vinsæll hjá ferðamönnum og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×