Sport

Dagskráin í dag: Pepsi Max mörk kvenna, þrí­höfði í Mjólkur­bikarnum og um­spilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víkingar í gír.
Víkingar í gír. vísir/bára

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls má finna sex beinar útsendingar á sportrásunum í dag; allar frá fótbolta.

Dagurinn hefst með leik úr sænsku úrvalsdeildinni klukkan 16.55 en leikurinn verður sýndur á Stöð 2 eSport.

Hálftíma síðar verður flautað til leiks á Akureyri þar sem og KA og ÍBV mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Klukkan 18.00 er annað Akureyrarlið í eldlínunni í bikarnum er Þórsarar sækja FH heim í Kaplakrika.

Þriðji og síðasti bikarleikurinn er svo milli Víkings og Stjörnunnar en leikurinn hefst klukkan 20.00 svo þrír bikarleikir í beinni í dag.

Fulham og Cardiff mætast í síðari undanúrslitaleiknum í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni en Fulham leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn.

Pspi Max-mörk kvenna verða svo á dagskrá klukkan 20.00 en þær Helena Ólafsdóttir og hennar sparkspekingar fara þar yfir það helsta sem hefur gerst í boltanum síðustu vikuna.

Allar útsendingar dagsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×