Lífið

Varð að einu vinsælasta meme sögunnar og það borgaði sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hafa eflaust flestir lesendur séð myndina af 11 ára Sammy Griner. 
Það hafa eflaust flestir lesendur séð myndina af 11 ára Sammy Griner. 

Það kannast eflaust margir við hugtakið meme. Það er í raun ljósmynd sem fer eins og eldur í sinu um netheima og oftar en ekki er komið fyrir texta við myndina og á því að nota hana við allskyns tilefni í netumræðu.

Myndin af Sammy Griner birtist fyrst á netinu árið 2007 og er rætt við hann og fjölskyldu hans á YouTube-síðu Buzz Feed. Sammy var ellefu mánaða þegar myndin var tekin en er í dag 14 ára.

Móðir hans segir að það hafi tekið um eitt ár þar til að myndin var komin hreinlega út um allt. Til að byrja með var notkun myndarinnar ekki á jákvæðum nótunum.

Sammy Gringer varð að fara í heilaskurðaðgerð aðeins sex vikna gamall. Þegar árin liðu fór fólk að nota myndina í jákvæðum tilgangi og birtist hún til að mynda oft þegar einstaklingur hefur náð einhverjum áfanga. Það gladdi móðir hans mikið.

Faðir Gringer fékk alvarlegan nýrnasjúkdóm sem hafði það í för með sér að nýra hans hafði aðeins um tuttugu prósent virkni. Fjölskyldan hafði ekki efni á nýrnaígræðsluaðgerðinni en gátu notað umrædda meme-mynd til að safna sér fjármunum til að koma honum í aðgerðina.

Hér að neðan má sjá umfjöllun BuzzFeed um fjölskylduna á bakvið vinsælustu meme-mynd sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×