Sport

Dag­skráin í dag: Stúkan, kvennat­ví­höfði og ítalski boltinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir á ferðinni í leik með Selfossi.
Hólmfríður Magnúsdóttir á ferðinni í leik með Selfossi. VÍSIR/VILHELM

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls má finna fimm beinar útsendingar úr heimi knattspyrnunnar.

Dagurinn byrjar með leik Parma og Atalanta í ítalska boltanum á Stöð 2 Sport 2 en Atalanta hefur verið eitt skemmtilegasta lið vetrarins í alheimsboltanum.

Síðar um kvöldið, á sömu stöð, er það svo stórleikur Inter og Napoli en Inter siglir lygnan sjó í Evrópusæti á meðan Napoli berst rétt fyrir neðan þá.

ÍBV og Selfoss mætast í Pepsi Max-deild kvenna klukkan 18.00 í baráttunni um Suðurlandið en klukkan 19.15 verður flautað til leiks í stórleik í Lengjudeild kvenna er Haukar og Tindastóll mætast.

Guðmundur Benediktsson og spekingar hans í Pepsi Max Stúkunni gera svo upp 9. umferðina en hún var eins og margar aðrir í Pepsi Max-deildini þetta árið; ansi fjörug.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.