Hefur æft eins og skepna og hlakkar til að keppa: „Þetta er það sem við lifum fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 20:30 Anton Sveinn McKee keppir í Laugardalnum um helgina. mynd/stöð 2 Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00
Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00