Lífið

Þegar helstu grínarar landsins stálu senunni í Imbakassanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Örn Árna, Laddi, Siggi Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og fleiri fóru á kostum í Imbakassanum.
Örn Árna, Laddi, Siggi Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og fleiri fóru á kostum í Imbakassanum.

Í síðasta þætti af Nostalgíu með Júlíönu Söru Gunnarsdóttur var fjallað um Sjónvarpsmarkaðinn, Imbakassinn og Bingó í sjónvarpi í fleiri þætti. 

Allt þetta var mjög vinsælt á sínum tíma og muna eflaust margir eftir Sjónvarpsmarkaðnum.

Það muna kannski sumir líka eftir því þegar Fjölskyldubingó Stöðvar 2 misheppnaðist fyrr í vetur en Bingó var mjög vinsælt í sjónvarpi á sínum tíma. Þar kom Eiríkur Fjalar heldur betur við sögu og fleiri skemmtilegir karakterar.

Þátturinn Imbakassinn var mjög vinsæll á Stöð 2 á sínum tíma og voru helstu grínleikarar landsins með í för. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta Nostalgíu þætti og sjá þegar fjallað var um Imbakassann.

Klippa: Þegar hlestu grínarar landsins fóru á kostum í Imbakassanum


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.