Lífið

Þegar helstu grínarar landsins stálu senunni í Imbakassanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Örn Árna, Laddi, Siggi Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og fleiri fóru á kostum í Imbakassanum.
Örn Árna, Laddi, Siggi Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og fleiri fóru á kostum í Imbakassanum.

Í síðasta þætti af Nostalgíu með Júlíönu Söru Gunnarsdóttur var fjallað um Sjónvarpsmarkaðinn, Imbakassinn og Bingó í sjónvarpi í fleiri þætti. 

Allt þetta var mjög vinsælt á sínum tíma og muna eflaust margir eftir Sjónvarpsmarkaðnum.

Það muna kannski sumir líka eftir því þegar Fjölskyldubingó Stöðvar 2 misheppnaðist fyrr í vetur en Bingó var mjög vinsælt í sjónvarpi á sínum tíma. Þar kom Eiríkur Fjalar heldur betur við sögu og fleiri skemmtilegir karakterar.

Þátturinn Imbakassinn var mjög vinsæll á Stöð 2 á sínum tíma og voru helstu grínleikarar landsins með í för. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta Nostalgíu þætti og sjá þegar fjallað var um Imbakassann.

Klippa: Þegar hlestu grínarar landsins fóru á kostum í Imbakassanum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×