Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö segjum við frá næstum áttatíu umsækjendum um alþjóðlega vernd sem hafa komið til landsins á tæpum mánuði, síðan landið var opnað um miðjan júní. 

Við förum yfir pólsku forsetakosningarnar, hertar reglur um heimkomu Íslendinga frá útlöndum og skoðun stjórnvalda á því hvort rétt sé að létta hömlur á hingaðkomu erlendra ferðamanna frá völdum löndum. 

Í Bandaríkjunum er faraldurinn í sókn og í fréttatímanum fylgjumst við með baráttu lækna í Texas við þennan vágest. Við sýnum myndir af því þegar nýr Dettifoss sigldi síðdegis inn í Sundahöfn, stærsta skip íslenska kaupskipaflotans, og tölum við skipstjórann sem heldur brátt með skipi sínu til Grænlands án þess að fá að koma í land.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.