Sport

Lyftir kjörþyngd meðalmanns með annarri hendi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingurinn tekur vel á því í nýjasta myndbandinu sínu.
Englendingurinn tekur vel á því í nýjasta myndbandinu sínu. skjáskot/youtube

Það eru margir sem bíða í ofvæni eftir bardaganum á milli kraftajötnanna Eddie Halls og Hafþór Júlíusar Björnssonar sem fer fram í Las Vegas á næsta ári.

Þeir hafa ekki áður stigið inn í boxhringinn heldur hafa þeir verið meira í því að lyfta lóðum og það ansi þungt.

Báðir eru þeir duglegir að setja myndbönd af sér á YouTube svo aðdáendur geta fylgst með þeim en Eddie Hall er með rúmlega 1,3 milljón fylgjendur.

Í nýjasta myndbandi Eddie er hann að taka vel á því í ræktinni en hann gerir sér lítið fyrir og lyftir 80 kílóa lóði með annarri hendi í svokallaðri handlóða bekkpressu.

Það má með því segja að Eddie hafi lyft þyngd meðalmanns með annarri hendi en samkvæmt Vísindavefnum er þyngd meðalmanns á bilinu 60-81 kíló.

Það er því ljóst að það er alvöru kraftur í höndunum á Eddie sem hann ætti að geta notað í boxbardaganum gegn Hafþóri á næsta ári.

Lyftingaræfingu með Eddie Hall má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.