Sport

Svona undir­býr Eddi­e Hall sig fyrir bar­dagann gegn Fjallinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall fer yfir æfinguna sína í myndbandinu.
Eddie Hall fer yfir æfinguna sína í myndbandinu. mynd/skjáskot

Kraftajötnarnir, Eddie Hall og Hafþór Júlíus Björnsson, ætla að berjast í boxbardaga í Las Vegas í september á næsta ári og eru þeir að undirbúa sig af miklum krafti.

Eddie Hall sýndi fylgjendum sínum frá því í vikunni hvernig hann er að æfa en rúmlega milljónir fylgja Englendingnum á YouTube.

Hann sýndi aðdáendum sínum frá því hvernig hann æfir á hvíldardegi eða á svokölluðum „cardio“ degi en Hall hefur skafað af sér kílóin eftir að boxbardaginn var staðfestur.

„Hvernig ég er að koma mér í form fyrir bardagann gegn Thor,“ heitir myndbandið sem Englendingurinn setti inn á YouTube-síðu sína.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.