Fjögur ár frá því EM-ævintýrinu lauk gegn Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2020 14:36 Aron Einar Gunnarsson þakkar íslenskum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir tapið fyrir Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016 EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn