West Ham með lífsnauðsynlegan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andriy Yarmolenko fagnar sigurmarki kvöldsins.
Andriy Yarmolenko fagnar sigurmarki kvöldsins.

West Ham United tók á móti Chelsea í bráðskemmtilegum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Ham hafði á endanum betur, 3-2, en sigurinn var lífsnauðsynlegur í fallbaráttunni þar sem Hamrarnir höfðu fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð.

Tomas Soucek virtist vera að koma West Ham yfir á 34. mínútu þegar hann potaði boltanum í markið eftir hornspyrnu, en VARsjáin dæmdi markið af þegar í ljós kom að Michail Antonio var rangstæður í aðdraganda marksins. 

Það voru síðan Chelsea sem náðu forystunni þegar Willian skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gleði Chelsea-manna var skamvinn, en í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Tomas Soucek aftur eftir hornspyrnu, í þetta sinn löglega, og jafnaði leikinn.

Michail Antonio kom heimamönnum yfir á 51. mínútu áður en Willian skoraði sitt annað mark í leiknum og jafnaði metin á 72. mínútu fyrir Chelsea. 

Chelsea sótti ákaft það sem eftir lifði leiks, en á 89. mínútu komust West Ham í skyndisókn og Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko skoraði eftir laglega sendingu frá Michail Antonio. Reyndist það sigurmark leiksins. 

West Ham lyfti sér upp í 16. sæti með sigrinum, með 30 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Chelsea er enn í fjórða sæti, tveimur stigum á undan Manchester United og Wolves.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira