Lífið

Bubbi fékk afhenta platínumplötu fyrir Ísbjarnarblús

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bubbi Morthens, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds
Bubbi Morthens, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds Mynd/Berglaug Petra

Á föstudag fékk Bubbi Morthens afhenda platínuplötu fyrir fyrstu plötu sína, Ísbjarnarblús. Platínuplata er viðurkenning sem Félag Hljómplötuframleiðenda veitir fyrir plötur sem seljast í yfir 10.000 eintökum. Ísbjarnarblús á 40 ára afmæli um þessar mundir en hún kom út 17. júní 1980. 

„Platan olli straumhvörfum í íslenskri tónlistarsenu. Meðal laga á plötunni eru Ísbjarnarblús, Hrognin eru að koma, Jón Pönkari og Stál og hnífur. Í nóvember sama ár kom út platan Geislavirkir með hljómsveit Bubba, Utangarðsmönnum sem einnig er talin með áhrifamestu plötum sem komið hafa út á Íslandi,“ segir í tilkynningu um platínumplötuna.

Bubbi tilkynnti fylgjendum sínum þetta líka á Instagram með skemmtilegri mynd.

View this post on Instagram

#ísbjarnarblús40ára platínum

A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.