Lífið

Pierce Brosnan áritaði Golden Eye tölvuleik Björns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brosnan og Björn urðu fínir félagar. 
Brosnan og Björn urðu fínir félagar. 

Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd í kvöld á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.

Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Pierce Brosnan fer einnig með hlutverk.

Leikarinn Björn Stefánsson fer með hlutverk í kvikmyndinni en í vikunni birti Pierce Brosnan mynd á Instagram þar sem sjá má Björn, Brosnan og Ferrell saman á myndinni og í góðum gír.

 Björn birti í morgun tvær myndir af sér með leikaranum og á þriðju myndinni má síðan sjá áritað eintak af Nintendoleiknum Golden Eye sem Björn hefur átt í mörg ár.

„Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vinna með þessum merka manni. Í þrjá daga slökuðum við á saman á milli taka, grínuðumst og drukkum allt of mikið kaffi. Og hann áritaði eintak mitt af Golden Eye,“ skrifar Björn á Instagram en Brosnan fór einmitt með hlutverk James Bond í Golden Eye sem kom út árið 1995.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.