Lífið

Lag Daða Freys og dansinn stal senunni í brúðkaupi í Bandaríkjunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostlegt atriði.
Stórkostlegt atriði.

Þau Timothy Diethrich og Beth Hawkins gengu í það heilaga í bænum Rockville í Maryland í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði.

Diethrich ákvað að koma eiginkonunni á óvart í veislunni með dansatriði og fékk hann aðstoð frá vinum sínum.

Hópurinn dansaði við lagið Think about things með Daða Frey og Gagnamagninu og náðu heldur betur að túlka lagið vel með atriðinu. Lagið átti að vera framlag Íslendinga í Eurovision í Rotterdam í ár en eins og alþjóð veit var keppninni aflýst.

Hér að neðan má sjá atriðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.