„Þið eigið heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 21:18 Umræður um MDE á Alþingi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira