Innlent

Ekkert smit greindist við skimun á landa­mærum í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru átta virk smit í landinu og eru 312 manns í sóttkví.
Alls eru átta virk smit í landinu og eru 312 manns í sóttkví. Vísir/Vilhelm

Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is.

Alls voru 762 sýni tekin á landamærum, sjö hjá Íslenskri erfðagreiningu og tíu hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Ekkert sýni reyndist heldur jákvætt hjá ÍE og Landspítalanum.

Alls eru átta virk smit í landinu og eru 312 manns í sóttkví.

Alls hafa 1.823 smit greinst á landinu frá því að faraldurinn hófst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×