Lífið

Árni og Sig­ríður Dögg gengu í það heilaga

Atli Ísleifsson skrifar
Árni og Sigríður Dögg hafa lengi verið í sambandi og eiga saman þrjú börn.
Árni og Sigríður Dögg hafa lengi verið í sambandi og eiga saman þrjú börn.

Lögmaðurinn og skemmtikrafturinn Árni Helgason og viðskiptafræðingurinn Sigríður Dögg Guðmundsdóttir gengu í það heilaga í Seltjarnarneskirkju fyrr í dag.

Árni greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. „Haldiði að þessi hafi ekki sagt já við mig. Elska þig ástin mín!“ skrifaði Árni.

Árni hefur getið sér gott orð sem lögmaður, pistlahöfundur, annars þáttastjórnanda Hismisins hlaðvarps, og nú nýlega sem uppistandari. Þá greindi dómsmálaráðherra frá því í lok síðasta mánaðar að Árni hafi tekið við formennsku í þingmannanefnd um málefni útlendinga og innflytjenda. Hann hefur einnig verið virkur innan Sjálfstæðisflokksins og gegndi embætti formanns Heimdallar árið 2009 og 2010.

Sigríður Dögg starfar hjá Íslandsstofu sem fagstjóri ferðaþjónustu. Hún hefur áður starfað meðal annars sem framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls.

Þau Árni og Sigríður Dögg hafa lengi verið saman og eiga saman þrjú börn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.