Sport

Heimsmeistari í bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Salwa Eid Naser.
Salwa Eid Naser. Vísir/Getty

Ríkjandi heimsmeistari í 400 metra hlaupi, Salwa Eid Naser frá Barein, hefur verið dæmd í tímabundið bann frá keppni eftir að hafa ekki mætt í lyfjapróf.

Naser hljóp 400 metrana á 48,14 sekúndum á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Doha í Katar á síðasta ári. Er um að ræða þriðja besta tíma sögunnar sem skilaði henni fyrsta sæti á mótinu.

Þær tvær konur sem hlaupið hafa 400 metrana hraðar eru hin austur-þýska Marita Koch og hin tékkneska Jarmila Kratochvilova.

Með því að mæta ekki í lyfjapróf gæti hún átt yfir höfði sér tveggja ára bann en hin 22 ára gamla Naser fæddist í Nígeríu en fluttist til Barein 14 ára gömul og hefur keppt fyrir síðarnefnda landið. Varð hún þar með fyrsta asíska konan til að vinna heimsmeistaratitil í 400 metra hlaupi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.