Sport

Heimsmeistari í bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Salwa Eid Naser.
Salwa Eid Naser. Vísir/Getty

Ríkjandi heimsmeistari í 400 metra hlaupi, Salwa Eid Naser frá Barein, hefur verið dæmd í tímabundið bann frá keppni eftir að hafa ekki mætt í lyfjapróf.

Naser hljóp 400 metrana á 48,14 sekúndum á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Doha í Katar á síðasta ári. Er um að ræða þriðja besta tíma sögunnar sem skilaði henni fyrsta sæti á mótinu.

Þær tvær konur sem hlaupið hafa 400 metrana hraðar eru hin austur-þýska Marita Koch og hin tékkneska Jarmila Kratochvilova.

Með því að mæta ekki í lyfjapróf gæti hún átt yfir höfði sér tveggja ára bann en hin 22 ára gamla Naser fæddist í Nígeríu en fluttist til Barein 14 ára gömul og hefur keppt fyrir síðarnefnda landið. Varð hún þar með fyrsta asíska konan til að vinna heimsmeistaratitil í 400 metra hlaupi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.