Innlent

Engin breyting á fjölda smitaðra

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa verið tekin á sjöunda tug þúsunda sýna á Íslandi. Myndin er úr safni.
Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa verið tekin á sjöunda tug þúsunda sýna á Íslandi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ekkert nýtt tilfelli kórónuveiru greindist á Íslandi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjum tölum landlæknis og almannavarna. Þetta var þriðji dagurinn í röð sem ekkert nýtt smit greindist en aðeins einstaka smit hafa greinst undanfarnar vikur.

Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1.806, en einungis tvö virkt smit er í landinu þessa stundina. Alls hafa nú verið tekin 61.156 sýni frá upphafi faraldursins.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hafa 1.794 náð bata líkt og í gær. Fólk í sóttkví er nú 818, en alls hafa 20.946 lokið sóttkví.

Tíu hafa látist af völdum úr veirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.