Lífið

Tilfinningaþrungið myndband frá Bachelor hjónunum Arie og Lauren

Stefán Árni Pálsson skrifar
dvdv

The Bachelor hjónin Arie Luyendyk Jr. og Lauren Burnham greindi frá því á YouTube-rás sinni um helgina að þau misstu fóstur á dögunum. Fyrir áttu þau eina dóttur sem fæddist 29. maí árið 2019.

Myndbandið sem hjónin deildu er tæplega þrjátíu mínútna langt og var upphaflega gert ráð fyrir því að deila gleðifréttunum með fylgjendum þeirra.

Það var því tekið upp efni þegar þau fengu tíðindin að hjónin ættu von á sínu öðru barni en einnig þegar þau gerðu sér greini fyrir fósturmissinum.

Ferlið hefur greinilega tekið mikið á hjónin eins og sjá má í þessu tilfinningaþrungna myndbandi hér að neðan.

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.