Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 22:41 Villikettir náðu loksins í skottið á Mongúsi eftir ítrekaðar tilraunir. Þar fékk hann þá aðhlynningu sem hann þurfti og mun hann nú reyna að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði eftir að hafa verið til mikilla vandræða undanfarin ár. Facebook Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni. Dýr Hveragerði Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni.
Dýr Hveragerði Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira