Enski boltinn

Enska B-deildin hefst að nýju þann 20. júní

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leeds er á toppi ensku B-deildarinnar.
Leeds er á toppi ensku B-deildarinnar. Dave Howarth/Getty Images)

Svo virðist sem stærstu deildir Evrópu séu allar við það að hefja leik að nýju. Nú hafa fregnir borist að enska B-deildin fari aftur af stað þann 20. júní næstkomandi. 

Enska úrvalsdeildin mun fara af stað 17. júní en fjórum dögum þar á undan munu bæði ítalska og spænska úrvalsdeildin hefjast að nýju. Sama dag, 13. júní, fer Pepsi Max deild karla af stað hér á landi.

Sem stendur er þýska deildin eina stóra deildin í Evrópu þar sem er spiluð knattspyrna en allir leikir þar fara fram fyrir luktum dyrum. Mun það einnig eiga sér stað í Englandi, Ítalíu og Spáni. 

Ensk yfirvöld hafa sett upp strangt regluverk varðandi íþróttaviðburði og komi eitthvað óvænt upp á næstu dögum gæti verið að úrvals- og B-deildinni verði frestað enn frekar.

Aðeins tveir Íslendingar eru í deildinni að svo stöddu en markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á mála hjá Brentford sem situr í 4. sæti deildarinnar. Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er í Millwall sem situr í 8. sæti deildarinnar.

Níu umferðir eru eftir af deildarkeppninni en sem stendur er Leeds United á toppi deildarinnar með 71 stig. Þar á eftir kemur West Bromwich Albion með aðeins stigi minna. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.