Pantaði flug til Íslands hálftíma eftir að kallið kom frá Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 16:43 John Lloyd segist vera mikill Íslandsvinur. Hér er hann við einn af uppáhaldsstöðunum sínum á Ísland, skammt frá Þjóðvegi 1 við Hveragerði. John lloyd John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira