Sport

Sportið í dag: Helena Ólafs, Jói Kalli, Guðmundur og Agla María

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli fá Helenu Ólafsdóttur í heimsókn í Sportið í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli fá Helenu Ólafsdóttur í heimsókn í Sportið í dag. vísir/vilhelm

Fótboltinn á sviðið í Sportinu í dag en þar verður hitað upp fyrir Íslandsmótið sem hefst í næsta mánuði. Þátturinn hefst að venju klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður markaþáttar Pepsi Max-deildar kvenna, sest í stólinn og fer yfir hvernig umfjöllunin um kvennaboltann verður í sumar. 

Einnig verður Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari karlaliðs ÍA, í ítarlegu viðtali. 

HK-ingurinn Guðmundur Þór Júlíusson missti af öllu tímabilinu í fyrra vegna meiðsla og getur ekki beðið eftir að hefja leik í ár þó svo hann missi af fyrsta leiknum. 

Landsliðskonan og Blikinn Agla María Albertsdóttir verður sömuleiðis í spjalli en hún á von á mjög skemmtilegri deild í sumar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×