Innlent

Dæmdur fyrir samræði við 13 ára stúlku

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm
Maðurinn hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm Vísir/Vilhelm

Tuttugu og eins árs karlmaður hlaut átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir kynferðisbrot gegn barni. Hann var sakfelldur fyrir að hafa í febrúar 2018 haft samræði við stúlku sem þá var 13 ára. Maðurinn var sjálfur 19 ára þegar brotið átti sér stað.

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn játaði brot sitt. Einnig var tekið tillit til ungs aldurs hans og þess að hann hefði samþykkt að greiða brotaþola miskabætur, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms.

Í dóminum segir einnig að ákærði hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, svo vitað sé.

Þá var manninum gert að greiða móður brotaþola, fyrir hönd dóttur hennar, eina milljón króna í miskabætur, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×