Lífið

Gimsteinn í gamla Vesturbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg eign í Vesturbænum.
Skemmtileg eign í Vesturbænum.

Við Bárugötu í gamla Vesturbænum er einstaklega falleg og nýuppgerð íbúð í fallegu húsi frá 1926 til sölu.

Íbúðin er á tveimur hæðum hátt er til lofts á neðri hæðinni. Upprunalegt gólfborð eru á aðalhæðinni sem hafa verið pússuð upp og hvítbæsuð.

Íbúðin er um 84 fermetrar að stærð og er ásett verð 51,9 milljónir. Fasteignamat eignarinnar er 46,2 milljónir.

Stíllinn er skandinavískur með listrænum anda þar sem litríkir munir og húsgögn fá að njóta sín innan hvítra veggja.

Eldhúsið er nýuppgert frá því á síðasta ári og einstaklega smekklegt. Í risinu er bæði svefnherbergi og vinnustofa og hefur panellinn þar verið lakkaður hvítur.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Fallegt hús frá 1926.
Setustofan og borðstofan í einu opnu og björtu rými.
Eldhúsið var tekið í gegn árið 2019.
Panellinn hefur verið málaður hvítur sem gefur upprunalegu útliti ferskan blæ.
Í risinu er fallegt hjónaherbergi.
Fallegt og bjart barnaherbergi.
Einnig má finna skemmtilegt vinnuaðstöðurými í risinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×