Lífið

Þríeykið flutti kórónuveirulagið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Faglegur flutningur.
Faglegur flutningur. vísir/egill

Eftir síðasta upplýsingafund almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í dag fór fram sérstök athöfn þar sem húsnæði Almannavarnardeild var opnað á nýjan leik.

Einnig steig þríeykið fræga á stokk og flutti lagið sem líklegast verður kallað kórónuveirulagið í framtíðinni.

Þau Alma Möller, Þórólfur Guðnason og Víðir Reynisson fóru fyrir söngnum ásamt fleirum og fengu lófaklapp eftir flutninginn sem var nokkur góður eins og sjá má hér að neðan.

Á gítar var Leifur Geir Hafsteinsson sem er meðal höfunda lagsins en fjöldi manna tóku undir með laginu.

Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, var á svæðinu og fangaði stemninguna fyrir utan húsnæði Almannavarna í Skógarhlíð. 

Klippa: Þríeykið fór á kostum með fallegum flutningi á kórónuveirulaginu

Tengdar fréttir

Þróttur gæti verið farinn úr veirunni

Nýja kórónuveiran virðist ekki jafnágeng nú og hún var fyrr í faraldrinum. Þróttur gæti verið úr henni, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.