Sport

Bour­nemouth stað­festir smit í leik­manna­hópnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Bournemouth fyrr á leiktíðinni.
Úr leik hjá Bournemouth fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Bournemouth hefur staðfest að einn leikmaður liðsins sé með kórónuveiruna en enska úrvalsdeildin greindi frá því í gær að tveir aðilar tengdir ensku úrvalsdeildinni hafi greinst með veiruna.

Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk liðanna er nú reglulega prófað eftir að liðin byrjuðu að æfa á nýjan leik og önnur umferð af prófunum fór fram um helgina. Þá greindust eins og áður segir tvö smit.

Bournemouth hefur nú staðfest að eitt smit hafi verið í þeirra leikmannahóp en ekki er vitað hvaða leikmaður á í hlut. Hann mun nú fara í sjö daga sóttkví áður en hann verður prufaður á nýjan leik.

Ekki er heldur vitað hver er hinn aðilinn sem greindist með veiruna en enska úrvalsdeildin stefnir á að byrja að spila aftur um miðjan júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.