Lífið

Björk frestar öllum sumartónleikum um eitt ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir kemur ekkert fram í sumar.
Björk Guðmundsdóttir kemur ekkert fram í sumar. Mynd/ AFP

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur ákveðið að fresta þrennum tónleikum sem áttu að fara fram í sumar til ársins 2021.

Þetta tilkynnir hún í færslu á Facebook en ástæðan mun vera útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Nýjar dagssetningar fyrir tónleikana á næsta ári er því komnar:

Helsinki - 10. júní 2021

Moskva 14. júní 2021

Berlín 18. júní 2021

París 28. júní 2021

Í færslunni segist Björk vera stödd á Íslandi og í mjög öruggum höndum. Hún aftur á móti geti ekki haldið tónleika í sumar vegna ástandsins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×