Lífið

Björk frestar öllum sumartónleikum um eitt ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir kemur ekkert fram í sumar.
Björk Guðmundsdóttir kemur ekkert fram í sumar. Mynd/ AFP

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur ákveðið að fresta þrennum tónleikum sem áttu að fara fram í sumar til ársins 2021.

Þetta tilkynnir hún í færslu á Facebook en ástæðan mun vera útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Nýjar dagssetningar fyrir tónleikana á næsta ári er því komnar:

Helsinki - 10. júní 2021

Moskva 14. júní 2021

Berlín 18. júní 2021

París 28. júní 2021

Í færslunni segist Björk vera stödd á Íslandi og í mjög öruggum höndum. Hún aftur á móti geti ekki haldið tónleika í sumar vegna ástandsins.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.