Lífið

Ellen miður sín yfir nei­kvæðum sögu­sögnum um per­sónu sína

Sylvía Hall skrifar
Ellen DeGeneres.
Ellen DeGeneres. Vísir/Getty

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja, en DeGeneres hefur notið mikilla vinsælda fyrir hlýja framkomu og jákvæðni í þáttum sínum. Nú í vor fóru hins vegar sögur á flug um að svo væri ekki.

Umræðan hófst fyrir alvöru í apríl síðastliðnum þegar áhrifavaldurinn og förðunarbloggarinn Nikkie de Jager lýsti reynslu sinni af því að vera gestur í þætti Ellen í janúar. Sagði hún hana hafa verið kalda og fjarlæga þegar slökkt var á myndavélunum.

Þegar faraldur kórónuveirunnar hófst fyrir alvöru reitti DeGeneres marga til reiði þegar hún grínaðist með það að sóttkví væri eins og að vera í fangelsi. Bentu netverjar á það að hún byggi í lúxusvillu á meðan margir Bandaríkjamenn óttuðust um líf sitt og afkomu.

Þá er hún sögð hafa sett starfsmenn sína í frí þegar faraldurinn skall á og hvorki gefið neinar frekari upplýsingar um áframhaldandi starfsamband né laun.

Heimildarmaður US Weekly segir sögusagnirnar hafa tekið mjög á DeGeneres. Hún hafi haldið að þetta væri tímabundin neikvæðni frá fámennum hópi, en ekkert lát virðist vera af neikvæðum sögum um hana. Meðal þeirra sem hafa stigið fram og lýst neikvæðri upplifun af samskiptum við spjallþáttastjórnandann er fyrrum lífvörður hennar, sem sagði hana „kalda“ og „ómanneskjulega“.

„Þolinmæði hennar er á þrotum,“ segir heimildarmaðurinn.


Tengdar fréttir

Nikkie opnar sig í Ellen: Markmiðið var að rústa lífi mínu

Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube á dögunum og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.