Innlent

Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara.
Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/SigurjónÓ

Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað.

Næsti samningafundur er á dagskrá mánudaginn 25. maí klukkan hálf tvö.

Hjúkrunarfræðingar felldu í lok apríl kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. FÍH hafði kynnt verulegan ágóða af samningnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×