Halla og Már héldu eigið galakvöld undir lok sóttkvíarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2020 15:38 Hjónin litu ekki á verkefni sem kvöð og gerðu það besta úr erfiðum aðstæðum. mynd/guðbjörg lára „Við ákváðum bara að hafa síðasta kvöldið eins og við værum að fara á ball,“ segir Halla Gunnarsdóttir, kennari, sem kláraði sóttkví með eiginmanni sínum Má Erlingssyni á laugardagskvöldið. Hjónin tóku þá ákvörðun að halda upp á síðasta kvöldið heima með galakvöldi og klæddu þau sig sparilega upp eins og dóttir þeirra Guðbjörg Lára Másdóttir greindi skemmtilega frá á Twitter. Ok mamma og pabbi eru búin að vera í sóttkví síðustu vikur. Í gær var síðasti dagurinn þeirra í sóttkví og þau ákváðu að hafa GALAKVÖLD pic.twitter.com/f9CYB9SXF8— Guðbjörg Lára Másdóttir (@gudbjorg94) March 8, 2020 „Við matreiddum góðan mat sem við pöntuðum á Heimkaup.is og vorum bara með glans og glamúrkvöld þar sem við klæddum okkur fallega upp. Það var alltaf okkar nálgun á þessu verkefni að þetta væri ekki einhver þraut og við værum bara heppinn að vera á okkar heimili í þessu ferli, í staðinn fyrir að vera föst í Víetnam eða einhversstaðar erlendis.“ Þau hjónin voru á skíðaferðalagi í Cortina á Ítalíu og komu heim fyrir rúmlega tveimur vikum. Það tekur um þrjár klukkustundir að aka frá Cortina yfir til Verona þaðan sem þau flugu heim. Halla og Már voru í fjórtán manna hópi í fríi. Komu miklu í verk „Þetta var nú bara nokkuð góð tilfinning að klára sóttkví en maður á samt eftir að sakna þess pínu. Þetta var bara frekar notalegt og mikill friður heima. Maðurinn minn er í erfiðri vinnu og þar er mikið áreiti og hann gat meira einbeitt sér heima og unnið í rólegheitunum. Ég er kennari og þetta voru í raun eins og fjórtán undurbúningsdagar og því gat ég komið miklu í verk og undirbúið næstu vikur í kennslu.“ Halla segist hafa þurft að fara í Kringluna stuttu eftir að hún slapp úr sóttkví. „Maður eru orðin svo taugaveiklaður í kringum þetta allt að ég bara nánast hélt niðri í mér andanum þegar ég gekk um húsið. Það er kannski eðlilegt að fólk sér hrætt, þar sem þetta er greinilega djöfulleg veira,“ segir Halla en heilt yfir eru þau hjón nokkuð sátt við viðbrögð heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir nokkra byrjunarerfileika. „Við vorum ekki sett í sóttkví um leið og við lentum og við gerðum það í raun sjálf. Við vissum ekkert að þetta væri bannsvæði og það tók töluverðan tíma að tilkynna okkur það. Ég hlakkaði mjög mikið til að komast í vinnuna en var nokkuð stressuð að fólk yrði hreinlega hrætt við mig.“ Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 FIFA frestar leikjum í undankeppni HM sem áttu að fara fram á sama tíma og umspilið á Laugardalsvelli Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á undankeppni næsta heimsmeistaramóts í fótbolta sem fer fram í Katar eftir rúm tvö ár. 9. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. 9. mars 2020 13:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
„Við ákváðum bara að hafa síðasta kvöldið eins og við værum að fara á ball,“ segir Halla Gunnarsdóttir, kennari, sem kláraði sóttkví með eiginmanni sínum Má Erlingssyni á laugardagskvöldið. Hjónin tóku þá ákvörðun að halda upp á síðasta kvöldið heima með galakvöldi og klæddu þau sig sparilega upp eins og dóttir þeirra Guðbjörg Lára Másdóttir greindi skemmtilega frá á Twitter. Ok mamma og pabbi eru búin að vera í sóttkví síðustu vikur. Í gær var síðasti dagurinn þeirra í sóttkví og þau ákváðu að hafa GALAKVÖLD pic.twitter.com/f9CYB9SXF8— Guðbjörg Lára Másdóttir (@gudbjorg94) March 8, 2020 „Við matreiddum góðan mat sem við pöntuðum á Heimkaup.is og vorum bara með glans og glamúrkvöld þar sem við klæddum okkur fallega upp. Það var alltaf okkar nálgun á þessu verkefni að þetta væri ekki einhver þraut og við værum bara heppinn að vera á okkar heimili í þessu ferli, í staðinn fyrir að vera föst í Víetnam eða einhversstaðar erlendis.“ Þau hjónin voru á skíðaferðalagi í Cortina á Ítalíu og komu heim fyrir rúmlega tveimur vikum. Það tekur um þrjár klukkustundir að aka frá Cortina yfir til Verona þaðan sem þau flugu heim. Halla og Már voru í fjórtán manna hópi í fríi. Komu miklu í verk „Þetta var nú bara nokkuð góð tilfinning að klára sóttkví en maður á samt eftir að sakna þess pínu. Þetta var bara frekar notalegt og mikill friður heima. Maðurinn minn er í erfiðri vinnu og þar er mikið áreiti og hann gat meira einbeitt sér heima og unnið í rólegheitunum. Ég er kennari og þetta voru í raun eins og fjórtán undurbúningsdagar og því gat ég komið miklu í verk og undirbúið næstu vikur í kennslu.“ Halla segist hafa þurft að fara í Kringluna stuttu eftir að hún slapp úr sóttkví. „Maður eru orðin svo taugaveiklaður í kringum þetta allt að ég bara nánast hélt niðri í mér andanum þegar ég gekk um húsið. Það er kannski eðlilegt að fólk sér hrætt, þar sem þetta er greinilega djöfulleg veira,“ segir Halla en heilt yfir eru þau hjón nokkuð sátt við viðbrögð heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir nokkra byrjunarerfileika. „Við vorum ekki sett í sóttkví um leið og við lentum og við gerðum það í raun sjálf. Við vissum ekkert að þetta væri bannsvæði og það tók töluverðan tíma að tilkynna okkur það. Ég hlakkaði mjög mikið til að komast í vinnuna en var nokkuð stressuð að fólk yrði hreinlega hrætt við mig.“
Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 FIFA frestar leikjum í undankeppni HM sem áttu að fara fram á sama tíma og umspilið á Laugardalsvelli Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á undankeppni næsta heimsmeistaramóts í fótbolta sem fer fram í Katar eftir rúm tvö ár. 9. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. 9. mars 2020 13:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20
FIFA frestar leikjum í undankeppni HM sem áttu að fara fram á sama tíma og umspilið á Laugardalsvelli Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á undankeppni næsta heimsmeistaramóts í fótbolta sem fer fram í Katar eftir rúm tvö ár. 9. mars 2020 13:00
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. 9. mars 2020 13:00