Lífið

Jógvan hræddi líftóruna úr Friðriki Ómari með konfettisprengju

Stefán Árni Pálsson skrifar
sshsh

Eurobandið stóð fyrir Eurovision tónleikum í Hörpunni á laugardagskvöldið og var sýnt frá þeim beint á RÚV.

Þau Friðrik Ómar, Regína Ósk, Sóli Hólm, Jógvan Hansen, Selma Björnsdóttir og Regína Ósk ásamt fleirum komu fram og var mikið stuð á sviðinu.

Eitt atvik vakti mikla athygli og það gerðist þegar Friðrik Ómar hafði flutt lag sitt Það geta ekki allir elskað. Því næst átti hann að kynna inn auglýsingar og stóð Jógvan á kantinum. Þegar Friðrik hafði sagt sitt síðasta orð lét Færeyingurinn konfetti rigna yfir Friðrik sem brá augljóslega mjög mikið.

Tístarar tóku vel eftir atvikinu eins og sjá mátti á laugardagskvöldið.

 Atvikið sjálft má sjá hér og kemur það þegar 1:38:15 er liðið af tónleikunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.