Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 03:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Haukurinn Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58