Styttist í verkföll Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 19:17 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30