Sport

Norðurlandamóti íslenska hestsins aflýst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekkert Norðurlandamót verður í ár.
Ekkert Norðurlandamót verður í ár. Vísir/Landsamband hestamannafélaga

Norðurlandamóti íslenska hestsins hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Landssambands hestamannafélaga en tekin var ákvörðun í gær. Mótið átti að fara fram í Svíþjóð í sumar frá 28. júlí til 2. ágúst. 

Formenn sambanda hestamannafélaga frá Norðurlöndum hafa ákveðið að aflýsa mótinu í ár og þar með ljóst að Ísland sendir ekki knapa né hesta til Svíþjóðar að svo stöddu.

Tilkynning frá formönnum sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn

Formenn sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlandamótinu 2020, sem vera átti í Svíþjóð 28. júlí til 2. ágúst, verði aflýst vegna COVID-19. Þetta er dapurleg niðurstaða en aðrir möguleikar eru því miður ekki í stöðunni. Hestamenn eru hvattir til að halda áfram að ríða út og þjálfa og nýta sér tölvutækni til að „hittast“ í þessum óvenjulegu og erfiðu aðstæðum.

Sjáumst á frábæru Norðurlandamóti árið 2022.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.