Júlíanahátíðin haldin í Stykkishólmi í áttunda sinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 14:22 Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir situr hér í Gömlu kirkjunni í Stykkishólmi. Hún er ein fjölmargra rithöfunda sem tekið hafa þátt í Júlíönuhátíðinni í gegnum árin. Vísir/Júlíönuhátíðin Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira