Lífið

Elísa­bet Bret­lands­drottning kemur fyrir í vin­sælu tísti um Daða Frey og Gagna­magnið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Breski Eurovision-farinn Susanna Marie Cork, betur þekkt sem SuRie, tísti í gær nokkuð spaugilegri mynd af Elísabetu Bretlandsdrottningu en hún ávarpaði bresku þjóðina í gær.

Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum.

Á myndinni er Elísabet aftur á móti klædd í peysu sem við Íslendingar ættum að kannast nokkuð vel við og er einkennisbúningur Gagnamagnsins. Elísabet klæddist grænni peysu er hún ávarpaði þjóðina og var því auðvelt að koma sjálfum Daða Frey á peysuna með hjálp teikniforrits. 

Daði og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í næsta mánuði en eins og margir vita er búið að aflýsa keppninni.

Daði Freyr og Gagnamagnið hafa fengið lygilega mikla athygli í Bretlandi og sést það til að mynda á umræddu tísti.

Opinber Twitter-aðgangur Eurovision hefur nú endurvarpað tístinu sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×